Fara í innihald

Guðmundur Magnússon (f. 1966)

Úr Wikipediu, frjálsa alfræðiritinu

Guðmundur Magnússon (fæddur 13. ágúst 1966) er íslenskur stjórnmálamaður.

Guðmundur ólst upp í Árbæjarhverfi sem var að byggjast upp á þessum árum kringum 1960-1970. Foreldrar eru Magnús Guðmundsson kjötiðnaðarmeistari og Ásta Gunnarsdóttir húsmóðir.

Árið 1988 kvæntist Guðmundur núverandi eiginkonu Lisbeth Thompson og eiga þau sama þrjú börn.

Guðmundur stundaði nám við Árbæjarskóla á sínum grunskólaaldri og lagði hann stund á íþróttir frá unga aldri. Hann gekk ungur til liðs við Íþróttafélagið Fylkir í Árbæjarhverfi sem stofnað var 28. maí 1967. Guðmundur hefur leikið með öllum flokkum félagsins í knattspyrnu og einnig yngri flokkum félagsins í handknattleik. Síðar á ferlinum lék Guðmundur knattspyrnu með meistaraflokkum KR, ÍBÍ og Selfossi. Einnig hefur Guðmundur leikið fjölda leikja með ungmennalandsliðum Íslands í knattspyrnu.

Árið 1988 stofnaði Guðmundur fyrirtækið Margt smátt sem sérhæfir sig í sölu og framleiðslu á sérmerktum auglýsinga og gjafavörum. Árið 2005 störfuðu um það bil 25 starfsmenn hjá félaginu og starfsemin var að Guðríðarstíg 6-8 í um 1500 fermetra húsnæði. 2005 seldi Guðmundur og fjölskylda hlutabréf sín í félaginu. Í dag er Guðmundur Magnússon stjórnarformaður og hluthafi fyrirtækisins Áberandi ehf.

Árið 2010 tók Guðmundur sæti í bæjarstjórn Seltjarnarness fyrir Sjálfstæðisflokkinn. Guðmundur gegnir stöðu forseta bæjarstjórnar og er meðal annars formaður fjáhags og launanefndar bæjarins. Guðmundur varð annar í prjófkjöri Sjálfstæðismanna í nóvember 2009.