Fara í innihald

Ómar Ragnarsson

Úr Wikipediu, frjálsa alfræðiritinu
Ómar Ragnarsson og eiginkona hans á Edduverðlaununum árið 2007.

Ómar Þorfinnur Ragnarsson (f. 16. september 1940) er íslenskur fjölmiðla- og fréttamaður.

Á löngum ferli sínum hefur Ómar starfað sem fréttamaður, skemmtikraftur, rithöfundur, flugmaður, lagasmiður og baráttumaður fyrir verndun náttúru og menningar. Á árunum 1975 til 1984 varð hann fjórum sinnum Íslandsmeistari í rallakstri ásamt Jóni Ragnarssyni bróður sínum.

Ómar hefur gefið út tónlist, aðallega frá um 1965 til 1985. Ómar var frumkvöðull þegar kom að skemmtanahaldi en hann var með fyrstu skemmtikröftum sem sömdu allt sitt efni sjálfir.

Stiklur voru þættir Ómars þar sem hann ferðaðist um landið aðallega á 9. áratugnum. Safndiskar hafa komið út með þáttunum.[1] Ómar gerði nýja stikluþætti með dóttur sinni Láru á öðrum áratugi 21. aldar.

Ómar hefur ferðast lengi vel á flugvél sinni, Frúnni. Hann hefur nokkrum sinnum verið hætt kominn og t.d. brotlent við Esjuna og Sultartangalón.

Í kosningum Rásar 2 um mann ársins 2003 og aftur 2006 varð Ómar hlutskarpastur. Fréttastofa Stöðvar 2 og tímaritið Mannlíf völdu hann sömuleiðis mann ársins árið 2006 [2]

Fjölskylda

[breyta | breyta frumkóða]

Ómar giftist Helgu Jóhannsdóttur árið 1961. Eiga þau sjö börn. Börn hans Þorfinnur, Lára og Alma hafa öll unnið við fréttir og fræðslu. Barnabörnin eru 21 og barnabarnabörnin 3.

Umhverfisvernd

[breyta | breyta frumkóða]

Ómar barðist gegn byggingu Kárahnjúkavirkjunar og gaf út bókina Kárahnjúkar - með og á móti árið 2006. Að kvöldi 26. september sama ár leiddi hann ríflega 10 þúsund manns í mótmælagöngu niður Laugaveginn gegn stóriðjustefnu ríkisstjórnarinnar.[3] Ómar stóð fyrir pólitískum flokki; Íslandshreyfingin, í baráttu sinni fyrir umhverfisvernd. Í tengslum við sjötugsafmæli hans 2010 ákvað ríkisstjórnin að gera afmælisdag hans 16. september að Degi íslenskrar náttúru.

Ómar var handtekinn árið 2013 við mótmæli lagningu nýs Álftanesvegar í gegnum Gálgahraun.

Ómar hefur vakið athygli á rafknúnum farartækjum og ferðast á rafhjóli og litlum rafbíl. Hann fór frá Reykjavík til Akureyrar á rafhjóli árið 2015.[4]

Tónlist - Útgefið efni

[breyta | breyta frumkóða]
  • Kárahnjúkar - með og á móti. 2006.
  • Stiklur (2010)
  • Stiklur - Heildarútgáfa 1977-2005 (2015)
  • Ferðastiklur (2015)

Tilvísanir

[breyta | breyta frumkóða]
  1. http://kvikmyndir.is/mynd/?id=8244
  2. „Ómar maður ársins á Stöð 2 og Rás 2“. 31. desember 2006. Sótt 26. apríl 2007.
  3. „Fjölmennustu mótmæli síðan 1973“. 27. september 2006. Sótt 26. apríl 2007.
  4. Ævintýraleg ævi Ómars Ragnarssonar Stundin, skoðað 30. ágúst, 2018
  Þetta æviágrip er stubbur. Þú getur hjálpað til með því að bæta við greinina.