0% found this document useful (0 votes)
21 views5 pages

Proflausn

prof_lausnir

Uploaded by

Ahmad N
Copyright
© © All Rights Reserved
We take content rights seriously. If you suspect this is your content, claim it here.
Available Formats
Download as PDF, TXT or read online on Scribd
0% found this document useful (0 votes)
21 views5 pages

Proflausn

prof_lausnir

Uploaded by

Ahmad N
Copyright
© © All Rights Reserved
We take content rights seriously. If you suspect this is your content, claim it here.
Available Formats
Download as PDF, TXT or read online on Scribd
You are on page 1/ 5

Lausnir á lokaprófi

Dæmi 1. (20%)

(a) (6%) Pólhnitagrafið r = cos θ, − π2 ≤ θ ≤ π


2 er hringur. Tilgreinið geisla hans og hnit
miðju hans.

(b) (6%) Finnið alla skurðpunkta hringsins úr (a)-lið og hjartaferilsins


r = 1 − cos θ, 0 ≤ θ ≤ 2π (það nægir að gefa upp pólhnit skurðpunktanna).

(c) (8%) Reiknið flatarmál svæðisins sem hjartaferillinn úr (b)-lið afmarkar.

Lausn: (a) Sjáum að hæsta og lægsta gildi cos θ, 0 ≤ θ ≤ π er 1 og 0 og eru tekin þegar
θ = 0 (hæsta) og þegar θ = −π/2 og θ = π/2 (lægsta). Þar sem gefið er að um hring er að
ræða má sjá af þessu að hringurinn hefur geisla 1/2 og miðju í (1/2, 0). Þetta má einnig sjá
með umritun yfir í rétthyrnd hnit. Höfum

r = cos θ svo
r2 = r cos θ sem er í rétthyrndum hnitum
2 2
x + y = x, eða
x2 + y 2 − x + 1/4 = 1/4 sem loks gefur
(x − 1/2)2 + y 2 = (1/2)2 .

(b) Athugum fyrst að (0, 0) er skurðpunktur þar sem cos θ tekur gildið núll t.d. þegar
θ = π/2 og 1 − cos θ tekur gildið núll þegar θ = 0. Leitum loks að öðrum skurðpunktum
með því að leysa

cos θ = 1 − cos θ þ.e.


cos θ = 1/2.

Fáum tvær lausnir fyrir θ ∈ [0, 2π], nefnilega θ = π/3 og θ = 5π/3. Því eru tveir skurð-
punktar í viðbót, punktarnir [1/2, π/3] og [1/2, 5π/3].
(c) Reiknum flatarmálið

1 2π
Z
A= (1 − cos θ)2 dθ
2 0
1 2π
Z
= (1 − 2 cos θ + cos2 θ)dθ
2 0
Z 2π
1 1 + cos 2θ 
= 2π + dθ
2 0 2
1 3π
= (2π + π) = .
2 2

Dæmi 2. (20%) Hæð í landslagi er lýst með falli f af tveimur breytistærðum sem uppfyllir

f (x, y) = x2 − y 2 .

(a) (5%) Skrifið niður jöfnu (samband milli x og y) sem lýsir jafnhæðarferlinum sem
gengur í gegnum punktinn (2, 1).

(b) (5%) Ferðalangur heldur af stað úr punktinum (2,1,3) þannig að ávallt er gengið niður
á við í stefnu mesta bratta. Hnit ferðalags hans í xy-sléttunni eru gefin með stikaferli
r(t). Lýsið sambandi stikaferilsins og stiguls fallsins f .
(c) (5%) Notið niðurstöðuna úr (b) til að setja upp afleiðujöfnu sem lýsir sambandi x og
y hnita ferilsins.

(d) (5%) Leysið afleiðujöfnuna og finnið þannig jöfnu ferðalagsins í (x, y)-hnitum.

Lausn: (a) Jafnhæðarferillinn uppfylir f (x, y) = f (2, 1) = 3 þ.e.

x2 − y 2 = 3.

(b) Stikum ferðalagið eftir ferlinum með r(t) = (x(t), y(t)). Til þess að ganga niður í
stefnu mesta bratta þarf snertillinn við ferilinn, þ.e. r′ (t) að stefna gegn stiglinum á hverjum
tíma þ.e.
(x′ (t), y ′ (t)) = −λ∇f (x(t), y(t))
þar sem λ ≥ 0 er einhver tala (mögulega háð t).
(c) Tökum hlutfall x og y hnita jöfnunnar úr (b)

x′ (t) x

=−
y (t) y

sem er afleiðujafna sem lýsir sambandi x og y hnita stikaferilsins.


(d) Afleiðujafnan er aðgreinanleg og við umritum hana á formið

y ′ (t) x′ (t)
=−
y(t) x(t)

Heildum báðar hliðar með tilliti til t og fáum

ln |y| = − ln |x| + ln(c)

þar sem c er heildunarfasti. Þar sem við erum í nágrenni punktins (2, 1) megum við fella
niður tölugildismerkin í logranum. Beitum nú veldisvísisfallinu á báðar hliðar og fáum
c
y= .
x
Við getum ákvarðað fastann c með því að stinga inn punktinum (2, 1). Fáum 1 = c/2 svo
c = 2. Lausnin er því
2
y= .
x

Dæmi 3. (20%) Skoðum fallið

f (x, y, z) = x − y + z

á kúluyfirborðinu
S = {(x, y) | x2 + y 2 + z 2 = 1}.

(a) (4%) Rökstyðjið að fallið f taki hæsta og lægsta gildi á S.

(b) (4%) Skrifið niður Lagrange-fall fyrir verkefnið þar sem litið er á yfirborðið S sem
skorðu.

(c) (4%) Setjið upp jöfnur fyrir stöðupunktum Lagrange-fallsins.

(d) (4%) Leysið jöfnurnar og finnið stöðupunktana.

(e) (4%) Tilgreinið hvert hæsta og lægsta gildi f er á S.


Lausn: (a) Fallið f er samfellt (margliða) og kúluyfirborðið S er lokað og takmarkað og
því tekur f hæsta og lægsta gildi á S.
(b) Skilgreinum Lagrange-fallið

L(x, y, z, λ) = f (x, y, z) + λg(x, y, z)

þar sem f (x, y, z) = x − y + z og g(x, y, z) = x2 + y 2 + z 2 − 1.


(c) Stöðupunktar L uppfylla ∇L = 0. þ.e.

f1 (x, y, z) + λg1 (x, y, z) = 0


f2 (x, y, z) + λg2 (x, y, z) = 0
f3 (x, y, z) + λg3 (x, y, z) = 0
g(x, y, z) = 0

sem verður í okkar tilfelli

1 + λ2x = 0 (1)
−1 + λ2y = 0 (2)
1 + λ2z = 0 (3)
x + y 2 + z 2 = 1 (4).
2

(d) Sjáum að λ má ekki vera núll. Leggjum saman (1) og (2) og deilum í gegn með 2λ ̸= 0
og fáum x = −y. Eins fæst út frá (2) og (3) að z =√−y. Þá er ljóst að z = x. Loks gefur (4)
2
√ þessum lausnum√að x = 1/3 svo x = ±1/ 3. Höfum því fundið tvo stöðupunkta,
ásamt
1/ 3(1, −1, 1) og −1/ 3(1, −1, 1).
(e) Athugum að stigullinn af g er hvergi núll og stiglarnir af f og g eru alls staðar vel
skilgreindir svo hæsta og lægsta gildi f er tekið í stöðupunktum L (þ.e.a. í (x, y, z) hnitum
þeirra). Stingum þessum punktum inn í f til að ákvarða hæstu og lægstu gildin. Fáum

 
1 −1 1 3
f √ ,√ ,√ =√ = 3
3 3 3 3

 
1 −1 1 3
f √ ,√ ,√ = −√ = − 3
3 3 3 3
sem eru þá hæstu og lægstu gildin.

Dæmi 4. (20%) Skilgreinum vigursviðið


 
x y
F(x, y) = , 2 .
x + y x + y2
2 2

(a) (8%) Sýnið að F er geymið með því að finna mætti fyrir það.

(b) (4%)
Z Látum Lr vera línustrikið frá (1, 1) til (r, r) þar sem r > 1. Reiknið ferilheildið
F · dr.
Lr

(c) (Óháður liður) (8%) Látum T vera þríhyrning með hornpunkta (0, 2), (1, 0) og (0, −1).
Skilgreinum fallið f (x, y) = 3x2 + 2y. Reiknið tvöfalda heildið
ZZ
f (x, y) dA.
T
Lausn: (a) Prófum að setja F = ∇ϕ og leitum að lausn á jöfnuhneppinu

∂ϕ x
= 2
∂x x + y2
∂ϕ y
= 2 .
∂y x + y2
Heildum fyrri jöfnuna með tilliti til x og fáum
Z
x 1
ϕ(x, y) = 2 2
dx = ln(x2 + y 2 ) + C(y)
x +y 2
og þá síðari með tilliti til y og fáum
Z
y 1
ϕ(x, y) = dx = ln(x2 + y 2 ) + C(x)
x2 + y 2 2

þar sem C(x) og C(y) eru heildunarfastar. Sjáum að við getum valið C(x) = C(y) = C fast
og fengið mætti
1
ϕ(x, y) = ln(x2 + y 2 ) + C.
2
Þar sem F á sér mætti ϕ er það geymið.
(b) Þar sem F er geymið er ferilheildi þess eftir ferli einfaldlega mismunar mættisins í
lokapunkti og upphafspunkti. Því er
Z
1 1
F · dr = ϕ(r, r) − ϕ(1, 1) = ln(2r2 ) − ln(2) = ln(r).
Lr 2 2

(c) Svæðið T afmarkast af y ásnum og línunum y = −2x + 2 og y = x − 1. Þægilegt er


að reikna heildið með því að heilda fyrst með tilliti til y fyrir fast x. Heildið verður þannig
ZZ Z 1 Z −2x+2
f (x, y) dA = (3x2 + 2y)dydx
T 0 x−1
Z 1
−2x+2
= [3x2 y + y 2 ]x−1 dx
0
Z 1
= (3x2 (−2x + 2) + (−2x + 2)2 − 3x2 (x − 1) − (x − 1)2 )dx
0
Z 1
= (−9x3 + 12x2 − 6x + 3)dx
0
9 7
=− +4−3+3= .
4 4

Dæmi 5. Látum R vera rúmskikann x2 + y 2 + z 2 ≤ 1, z ≥ 0 (efri hluti kúlu).


(a) (10%) Reiknið þreföldu heildin
ZZZ ZZZ
ydV og zdV.
R R

(b) (10%) Reiknið flæði vigursviðsins

F = (xz + cos(zy)) i + (y + cos(xz))j + (zx + sin(xy))k

út um yfirborð rúmskikans R úr (a)-lið (samanlagt flæði út um bæði botn og bogna hluta


hálfkúlunnar).
(a) Þar sem y er oddstætt fall og rúmskikinn er samhverfur um xz-sléttuna gildir að
ZZZ
ydV = 0
R

en einnig má sýna það með því að heilda t.d. í kúluhnitum. Síðara heildið er einfaldast
að leysa með því að nota kúluhnit (eða sívalningshnit). Þar sem við höfum eingöngu efri
helming kúlunnar fer hornið ϕ frá 0 upp í π/2. Fáum
ZZZ Z 2π Z π/2 Z 1
zdV = (ρ cos ϕ)ρ2 sin ϕdρdϕdθ
R 0 0 0
Z π/2 Z 1
=π 2 sin ϕ cos ϕdϕ ρ3 dρ
0 0
πh 1 iπ/2 π
= − cos(2ϕ) = .
4 2 0 4
(b) Hér notum við sundurleitnisetninguna. Reiknum fyrst

div F = z + 1 + x.

Köllum yfirborð rúmskikans S. Þá er


ZZ ZZZ
F · NdS = div FdV
S ZZZ R ZZZ ZZZ
= zdV + dV + xdV.
R R R

Fyrsta heildið reiknuðum við í (a), næsta heildi er jafnt rúmmáli hálfkúlunnar, og þriðja
heildið er jafnt núll af samhverfuástæðum eða með sömu reikningum og sýndu að y heildið
í (a)-lið er jafnt núll. Hálfkúlan hefur geisla 1 og þar með er rúmmál hennar 21 4π 2π
3 = 3 . Því
er umbeðið flæði ZZ
π 2π 11π
F · NdS = + = .
S 4 3 12

You might also like