Reglur um lokaverkefni
- Reglur þessar gilda um lokaverkefni, lokaritgerðir og doktorsritgerðir (sameiginlega vísað til sem lokaverkefni) nemenda í grunn-, meistara-, og doktorsnámi.
- Nemendur í grunn- og meistaranámi í öllum deildum skólans skila rafrænu eintaki (PDF) af lokaverkefni sínu í varðveislusafnið Skemman (skemman.is).
- Nemendur í doktorsnámi birta lokaverkefni (ritgerð eða greinar og kápu) í vísindatímaritum og skila rafrænu eintaki (PDF) af lokaverkefni sínu í varðveislusafnið IRIS (https://iris.rais.is/). Gæta skal að birting í IRIS fari ekki gegn skilmálum vísindatímarits.
- Háskólinn í Reykjavík hvetur nemendur til að hafa lokaverkefni sín í opnum aðgangi í varðveislusafni nema, t.d.:
i. slíkt brjóti gegn persónuverndarlögum,
ii. lokaverkefnið innihaldi trúnaðarupplýsingar eða viðkvæmar viðskiptaupplýsingar, eins og viðskiptahugmynd, upplýsingar um og/eða lýsingar á vöru eða uppfinningu sem hægt er að nýta eða sækja um einkaleyfi á,
iii. birting fari gegn samningi sem felur í sér aðgengi að gögnum,
iv. birting fari gegn skilmálum vísindatímarits,
v. unnið sé að birtingu greina úr lokaverkefni, eða
vi. ágreiningur sé meðal höfunda um birtingu. - Nemandi sem óskar eftir lokun á lokaverkefni skilar tilskyldu eyðublaði inn í Skemmuna (vista beiðni sem pdf og hlaða upp sem sér skrá í Skemmuna).
- Um frágang lokaverkefna vísast til reglna viðkomandi deildar.
Samþykkt í framkvæmdaráði HR 11. febrúar 2025