Stuðningur fyrir nemendur
Sálfræðiþjónusta
Sálfræðiþjónusta Háskólans í Reykjavík er gjaldfrjáls fyrir alla nemendur skólans. Þar starfa tveir sálfræðingar auk framhaldsnema í klínískri sálfræði sem eru undir faglegri handleiðslu.
Náms- og starfsráðgjöf
Náms- og starfsráðgjafar veita upplýsingar um námið við HR, aðstoða einstaklinga við að ná árangri í námi og átta sig á áhuga sínum og styrkleikum. Þar er einnig hægt að taka áhugasviðspróf gegn vægu próftökugjaldi.
Störf og starfsnám í boði fyrir nemendur
Háskólinn í Reykjavík starfar í nánum tengslum við atvinnulífið. Á vef HR eru birtar auglýsingar frá fyrirtækjum sem óska eftir nemendum HR til starfa í tímabundin verkefni og hlutastörf auk sumar- og framtíðarstarfa.
Nemendur HR hafa gott aðgengi að rými og svæðum til að rækta sál og líkama
Slökun og hugleiðsla
Slökun og djúp öndun hefur jákvæð áhrif á einbeitingu og minni auk þess að draga úr streitu og getur dregið úr kvíða. Slökunar- og hugleiðslurými HR er rétt hjá inngangi bókasafnsins. Rýmið er opið alla daga frá kl.07:00 – 24:00 og er búið dýnum, teppum og púðum.
Líkamsrækt

Líkamsræktarstöð World Class er í kjallara skólans og býðst nemendum að kaupa kort á sérkjörum. Nemendur og starfsfólk HR hafa aðgang að stöðinni allan sólarhringinn.
Útivistarparadísin Nauthólsvík og Öskjuhlíð

Umhverfið í Nauthólsvík er vel til útivistar fallið og eru nemendur hvattir til að nýta sér það. Heyrst hefur að það sé alltaf skjól í Öskjuhlíðinni og því frábært hlaupa- og göngusvæði. Að hlaupa meðfram Nauthólsvíkinni og út á Ægisíðu klikkar aldrei. Sturtuaðstaða er fyrir nemendur í kjallara HR.
Sjósund
Það er stutt að fara niður að strönd frá háskólabyggingunni, dýfa sér í sjóinn og slaka svo á í heita pottinum.