Beint í efni

Opni háskólinn í HR

Hjá Opna háskólanum (OH) í HR finnur þú fjölbreytt úrval námskeiða. Námsframboðið samanstendur af lengri námslínum, styttri námskeiðum, sérsniðnum fræðslulausnum fyrir atvinnulífið ásamt námskeiðum á eigin hraða.

Í samstarfi við akademískar deildir Háskólans í Reykjavík og sérfræðinga víðs vegar að, starfar Opni háskólinn að því að þróa nám fyrir einstaklinga, fyrirtæki og stofnanir. Hjá okkur starfar sérstakt gæðaráð sem sameinar krafta fræðafólks HR og Opna háskólans. Leiðbeinendur námskeiða og námslína OH eru sérfræðingar akademískra deilda HR, fulltrúar atvinnulífsins og/eða erlendir gestafyrirlesarar.   

Starfsfólk Opna háskólans leggur mikið upp úr því að skapa einstakan anda innan skólans og skapa aðstæður þar sem fólk getur eflt tengslanet sitt og þannig styrkt stöðu sína í atvinnulífinu.