Fara í innihald

Víetnamstríðið í dægurmenningu

Úr Wikipediu, frjálsa alfræðiritinu

Víetnamstríðið var fyrsta stríðið sem var sjónvarpað nánast í beinni útsendingu þannig að almenningur á Vesturlöndum gátu fylgst með. Stríðið vakti mikinn óhug meðal Bandaríkjamanna. Bandaríkjamenn urðu með tímanum mjög andvígir stríðinu og andrúmsloftið í landinu einkenndist af því. Stríðið hafði þess vegna mikil áhrif á listir og dægurmenningu samtímans og hefur oft verið viðfangsefni í skáldsögum, bíómyndum, tónlist og einnig í tölvuleikjum.

  • John Wayne fór með aðalhlutverk og leikstýrði the Green Berets.
    The Green Berets er frægt dæmi um bíómynd þar sem Víetnamstríðið er aðalviðfangsefnið. Myndin kom út þann 19.júní árið 1986 og segir frá ofurstanum Mike Kirby, leikinn af John Wayne. Myndin er lauslega byggð á bók sem snýst um tvö herfylki færustu hermanna Bandaríkjanna, Green Berets. Hermennirnir halda til Suður-Víetnam þar sem þeir eiga að byggja og halda úti búðum sem óvinirnir reyna í sífellu að leggja undir sig en hinn hópurinn þarf að ræna Norður-Víetnömskum herforingja. Myndi fékk arfaslaka dóma og margir gagnrýnendur voru á því máli að hún væri einstaklega leiðinleg og vildu meina að það væri í senn hlægilegt og grátlegt hvernig myndin sýndi hernaðinn í Víetnam. Þrátt fyrir þessa slæmu dóma sló myndin í gegn í miðasölunni og Wayne hélt því fram að neikvæð gagnrýni myndarinnar hafi að hluta til stuðlað að því að fólk vildi enn frekar sjá myndina
  • Platoon er önnur mynd sem var afar vinsæl og fjallar um Víetnamstríðið. Platoon er talin sýna stríðið á raunsærri hátt enda er hún byggð á reynlusögu leikstjórans Oliver Stone og hans upplifun af Víetnamstríðinu. Platoon var fyrsta Hollywood myndin sem fyrrverandi hermaður bæði leikstýrði og skrifaði handrit að. Aðalpersóna myndarinnar heitir Chris Taylor en hann er ungur strákur sem gefur allt upp á bátinn og fer til að berjast fyrir hönd Bandaríkjamanna í Víetnam. Hann er smeykur í fyrstu en byrjar svo að aðlagast og bera virðingu fyrir öðrum hermönnum. Platoon var einstaklega vel tekið af gagnrýnendum og fékk mikla aðsókn. The Platoon var tilnefnd til fjölda óskarsverðlauna og hlaut fern, þ.á.m. fyrir bestu leikstjórn.

IMDb. (e.d.). Platoon. Sótt af https://www.imdb.com/title/tt0091763/

IMDb. (e.d.). The Green Berets. Sótt af https://www.imdb.com/title/tt0063035/

Gummioskar. (2014, 5. nóvember). Hvað er Víetnamstríðið? Sótt af https://vietnammh.wordpress.com/

Vísindavefurinn. (2000, 18. september). Hvenær hófst Víetnamstríðið og hvenær lauk því? Sótt af https://www.visindavefur.is/svar.php?id=919