Spútnik-geimferðaáætlunin
Útlit
Spútnik-geimferðaáætlunin (rússneska: Спутник) er samheiti sem er gjarnan notað yfir fyrstu þrjár ómönnuðu geimferðir Sovétríkjanna.
Í rússnesku getur orðið „spútnik“ þýtt annaðhvort „förunautur“ eða „gervitungl“ og af þeirri ástæðu bera mörg síðari gervitungl Sovétríkjanna nafnið Spútnik þrátt fyrir að vera ótengd fyrstu þrem verkefnunum: Spútnik 1, Spútnik 2 og Spútnik 3. Verkefnin þrjú eru heldur ekki tengd innanbyrðis og eiga ekki margt annað sameiginlegt en að vera hluti af fyrstu geimferðum Sovétmanna.