Fara í innihald

Skegg

Úr Wikipediu, frjálsa alfræðiritinu
Skegg og bringuhár karlmanns

Skegg er hárvöxtur í andliti karlmanna. Líkt og bringuhár og skapahár þá flokkast skegg manna sem kynhár og eru skegghárin grófustu kynhár mannslíkamans. Skeggvöxtur er karlmönnum eðlislegur, en konum getur einnig vaxið skegg við vissar aðstæður. Skeggstæði á karlmönnum nefnist granstæði, skeggstæði eða mumpur. Glerkunnta er mjúkt skegg (oftast yfirvaraskegg) unglingspilta sem ekki eru enn orðnir fulltíða og Hýjungur er gisið og mjúkt skegg (oft á yngri mönnum).

Þykkt, grófleiki sem og vaxtarhraði skeggs ræðst af magni kynhormónsins testósterón í blóði manna ásamt öðrum erfðafræðilegum þáttum. Skeggvöxtur drengja getur hafist um 15 ára aldur og heldur áfram að mótast langt fram á fullorðinsár.

  • Árni Böðvarsson (1963). Íslenzk orðabók- handa skólum og almenningi. Bókaútgáfa Menningarsjóða.
  Þessi grein er stubbur. Þú getur hjálpað til með því að bæta við greinina.