Fara í innihald

Orri Steinn Óskarsson

Úr Wikipediu, frjálsa alfræðiritinu

Orri Steinn Óskarsson (f. 29 ágúst 2004) er íslenskur knattspyrnumaður sem spilar sem framherji fyrir spænska félagið Real Sociedad og íslenska landsliðið.

Orri hóf ferilinn hjá Gróttu og spilaði sinn fyrsta leik árið 2018 með aðalliðinu 13 ára og 354 daga gamall. Faðir hans Óskar Hrafn Þorvaldsson þjálfaði hann hjá félaginu.

Árið 2019 hélt hann til FC Kaupmannahöfn þar sem hann hóf að spila með aðalliðinu árið 2022. Hann skoraði þrennu gegn Breiðabliki í 6-3 sigri félagsins í undankeppni Meistaradeildar Evrópu, þegar faðir hans þjálfaði Breiðablik.

Í ágúst 2024 hélt Orri til Spánar og skrifaði undir 6 ára samning við Real Sociedad.