Lucille Ball
Lucille Désirée Ball, þekktust sem Lucy Ball (6. ágúst 1911 – 26. apríl 1989), var bandarísk leikkona, grínisti og framleiðandi. Hún var tilnefnd til 13 Primetime Emmy-verðlauna, vann þau fimm sinnum, og hlaut nokkrar aðrar viðurkenningar, svo sem Golden Globe Cecil B. DeMille-verðlaunin og tvær stjörnur á Hollywood Walk of Fame.[1][2][3] Ball vann til margra viðurkenninga, þar á meðal Crystal Award fyrir konur í kvikmyndum, inngöngu í Television Hall of Fame, Lifetime Achievement Award frá Kennedy-sviðslistamiðstöðinni og Governors Award frá Academy of Television Arts & Sciences.[4][5][6]
Ferill Ball hófst árið 1929 þegar hún fékk vinnu sem fyrirsæta. Stuttu síðar hóf hún leikferil á Broadway undir sviðsnafninu Diane (eða Dianne) Belmont. Hún lék síðan í kvikmyndum á fjórða og fimmta áratugnum sem samningsbundin leikkona hjá RKO Radio Pictures, þar sem hún var ráðin sem dansari eða í svipuðum hlutverkum, með aðalhlutverk í B-myndum og aukahlutverk í A-myndum. Á þessum tíma hitti hún kúbverska hljómsveitarstjórann Desi Arnaz og þau giftu sig á laun í nóvember 1940. Á sjötta áratugnum fór Ball að leika í sjónvarpi, þar sem hún og Arnaz bjuggu til gamanþættina I Love Lucy. Ball eignaðist sitt fyrsta barn, Lucie, árið 1951, og Desi Arnaz Jr. árið 1953. Ball og Arnaz skildu í mars 1960 og hún giftist grínistanum Gary Morton árið 1961.
Ball framleiddi og lék aðalhlutverk í Broadway-söngleiknum Wildcat frá 1960 til 1961.[7] Árið 1962 varð Ball fyrsta konan sem sá um rekstur á stóru sjónvarpsstúdíói, Desilu Productions, sem framleiddi marga vinsæla sjónvarpsþætti á borð við Mission: Impossible og Star Trek.[8] Eftir Wildcat hóf Ball aftur samstarf við Vivian Vance, meðleikkonu hennar í þáttunum I Love Lucy, í The Lucy Show. Vance hætti í þáttunum árið 1965, en þeir héldu áfram, með Gale Gordon, til 1968. Ball hóf strax að leika í nýrri þáttaröð, Here's Lucy, með Gordon, Mary Jane Croft og Lucie og Desi Jr. Sú þáttaröð hélt áfram til 1974.
Ball hætti aldrei alveg að leika og árið 1985 tók hún að sér dramatískt hlutverk í sjónvarpsmyndinni Stone Pillow. Næsta ár lék hún í Life with Lucy, sem var, ólíkt öðrum gamanþáttum hennar, ekki vel tekið. Framleiðslu þáttanna var hætt eftir þrjá mánuði. Hún lék í kvikmyndum og sjónvarpshlutverkum það sem eftir var ferils síns þar til hún lést í apríl 1989 úr ósæðargúlp í kviðarholi og æðakölkun, 77 ára að aldri.[9]
Tilvísanir
[breyta | breyta frumkóða]- ↑ „Lucille Ball: Biography“. punoftheday.com. Afrit af upprunalegu geymt þann 14. júní 2018. Sótt 2. apríl 2008. „Ball wins four Emmys and nominated for a total of 13“
- ↑ „Walk of Fame: Lucille Ball“. Sótt 22. desember 2017.
- ↑ „The Cecil B. DeMille Award“. Hollywood Foreign Press Association. Afrit af upprunalegu geymt þann 10. mars 2012. Sótt 10. mars 2012.
- ↑ „Past Recipients: Crystal Award“. Women In Film. Afrit af upprunalegu geymt þann 30. júní 2011. Sótt 10. maí 2011.
- ↑ „List of Kennedy Center Honorees“. Kennedy Center. Afrit af upprunalegu geymt þann 9. desember 2008. Sótt 10. mars 2012.
- ↑ „Hall of Fame Archives: Inductees“. Academy of Television Arts & Sciences. Afrit af upprunalegu geymt þann 5. desember 2009. Sótt 10. mars 2012.
- ↑ Suskin, Steven (9. mars 2010). Show Tunes: The Songs, Shows, and Careers of Broadway's Major Composers (enska). Oxford University Press, USA. ISBN 978-0-19-531407-6.
- ↑ "Arnaz Quits Presidency Of Desilu; Former Wife, Lucille Ball, Gets Post", Wall Street Journal, November 9, 1962, p. 18.
- ↑ „Lucille Ball“. Morbid Curiosity. Afrit af upprunalegu geymt þann 30. september 2018. Sótt 6. apríl 2008. „Lucille Ball is recovering and dies“