Loch Lomond
Útlit
Loch Lomond er stærsta stöðuvatn Skotlands og Bretlands. Það er 39 kílómetra langt og milli 0,75 til 5 kílómetra breitt. Flatarmál er um 70 ferkílómetrar. Vatnið er talið marka skil skosku láglandanna og skosku hálandanna. Tugir eyjar eru á vatninu, Inchmurrin er þeirra stærst. Loch Lomond er hluti af Loch Lomond og Trossachs-þjóðgarðinum. Siglingar og vatnaíþróttir eru vinsæl dægradvöl á svæðinu.
Nafnið er upprunið úr gelísku; úr Lac Leaman: Vatn álmanna. Aðeins 23 km eru til Glasgow frá suðurströnd vatnsins.
Heimild
[breyta | breyta frumkóða]Wikimedia Commons er með margmiðlunarefni sem tengist Loch Lomond.
Fyrirmynd greinarinnar var „Loch Lomond“ á ensku útgáfu Wikipedia. Sótt 1. feb. 2017.