Fara í innihald

Forsetningarliður

Úr Wikipediu, frjálsa alfræðiritinu

Forsetningarliður (skammstafað sem fl. eða fsl.) er forsetning ásamt fallorðinu (eða þeim fallorðum sem forsetningin stýrir fallinu á). Forsetningar standa oftast á undan viðkomandi fallorðum.

Hlutverk þeirra er til dæmis að kveða nánar á um ýmislegt (oft staðsetningar) auk þess sem þeir stýra falli. Forsetningarliðir mynda merkingarheild og verða ekki slitnir í sundur þótt orðaröðin breytist (hann kemur í dagí dag kemur hann).

Stundum gerist það að forsetning hætti að stýra falli (missi fallorð sitt). Þá er sagt að hún hætti að vera forsetning og verði að atviksorði.

  • Dæmi: Farðu úr úlpunni. (forsetningarliður) → Farðu úr. (atviksorð)
  • Dæmi: Stökktu af bílnum. (forsetningarliður) → Stökktu af. (atviksorð)
  • Björn Guðfinnson (án árs). Íslensk málfræði. Námsgagnastofnun.
  • Þórunn Blöndal (1985). Almenn málfræði. Mál og menning.
Linguistics stub.svg  Þessi málfræðigrein er stubbur. Þú getur hjálpað til með því að bæta við greinina.