Fara í innihald

Erfðafjárskattur

Úr Wikipediu, frjálsa alfræðiritinu

Erfðafjárskattur er skattur sem er greiddur af peningum sem ganga í arf.

Af fyrstu 1,5 milljóninni þarf ekki að greiða skatt en 10% skattur leggst á upphæðina umfram það. Makar og sambýlisfólk þurfa ekki að greiða erfðafjárskatt sín á milli.

Erfðaskattur á heimsvísu

[breyta | breyta frumkóða]

Norðurlönd

[breyta | breyta frumkóða]
  • Danmörk: Börn greiða 15% erfðafjárskatt, á aðra ættingja leggjast auka 25%. Makar greiða engan skatt.
  • Finnland: 13% er greitt fyrir 60.000 - 200 000 €. Umfram milljón evra er greitt 19%. Hærri skattur er settur á fjarlæga ættingja.
  • Svíþjóð: Erfðafjárskattur var lagður af árið 2005.
  • Noregur: Erfðafjárskattur var lagður af árið 2014.

Þýskaland

[breyta | breyta frumkóða]

Skattur getur verið frá 7-50% og veltur hann á venslum við hinn látna. Nánir ættingjar eru undanþegnir skattinum upp að ákveðinni upphæð.

Bandaríkin

[breyta | breyta frumkóða]

Erfðafjárskattur er mismunandi eftir ríkjum. Louisiana, New Hampshire og Utah hafa til að mynda ekki skattinn.

Kanada hefur í raun ekki erfðafjárskatt en leggur þó skatt á fjármagn sem tilkomið er vegna arfs (enska: capital gains).