Dalrjúpa
.
| ||||||||||||||
Ástand stofns | ||||||||||||||
Vísindaleg flokkun | ||||||||||||||
| ||||||||||||||
Tvínefni | ||||||||||||||
Lagopus lagopus (Linnaeus, 1758) | ||||||||||||||
Útbreiðsla dalrjúpu.[2]
| ||||||||||||||
Samheiti | ||||||||||||||
Lagopus albus |
Dalrjúpa (fræðiheiti: Lagopus lagopus) er lítill fugl af orraætt, um 35–44 cm að lengd. Dalrjúpan er staðfugl og verpir á heimskautasvæðum og norðlægum slóðum í Evrasíu, Norður-Ameríku neðan við trjálínu. Er hún að mestu eins og fjallarjúpa hvað varðar hegðun og fæðu. Er dalrjúpa um þriðjungi stærri en fjallarjúpa.
Undirtegundir
[breyta | breyta frumkóða]Nítján undirtegundir hafa verið viðurkenndar, með mismiklum ágreiningi þó. Munar litlu á útliti flestra, þó að L. l. scoticus sé tiltölulega sérstæð og sé jafnvel á stundum talin sjálfstæð tegund.is rather distinct. Aðgreiningin getur verið erfið því að fuglarnir skifta um búning nokkrum sinnum á ári:[3]
- hibernicus (Latham, 1787) - Írland
- scotica (Latham, 1787) - Bretland
- variegatus Salomonsen, 1936 - Þrándheimur, Noregi
- lagopus (Linnaeus, 1758) - Skandinavía, Finnland og Norður-Evrópuhluti Rússlands
- rossicus Serebrovsky, 1926 - Eystrasaltslöndin og mið Rússland
- birulai Serebrovsky, 1926 - Novaya Sibir
- koreni Thayer & Bangs, 1914 - Síbería
- maior Lorenz, 1904 - Suðaustur Rússland, Norður Kazakhstan og Suðvestur-Síbería
- brevirostris Hesse, 1912 - Altaifjöll og Sayan-fjöll
- kozlowae Portenko, 1931 - Vestur-Mongólía
- sserebrowsky Domaniewski, 1933 - Austur-Síbería
- kamtschatkensis Momiyama, 1928 - Kamsjatka og Kúrileyjar
- okadai Momiyama, 1928 - Sakalineyja
- muriei Gabrielson & Lincoln, 1959 - Aljútaeyjar og Kódíak-eyjar
- alexandrae Grinnell, 1909 - Alaska og Breska Kólumbía
- alascensis Swarth, 1926 - Alaska
- leucopterus Taverner, 1932 - Heimskautaeyjar Norður-Kanada
- albus (Gmelin, 1789) - Norður-Kanada
- ungavus Riley, 1911 - Norður Quebec og Norður Labrador
- alleni Stejneger, 1884 - Nýfundanland
Dalrjúpa myndar einnig oft blendinga með skyldum tegundium; orra (Lyrurus tetrix), jarpa (Tetrastes bonasia) og einstöku sinnum með síberíuþiður (Tetrao urogallus), Falcipennis canadensis (ekkert íslenskt nafn) og fjallarjúpu (Lagopus muta).
Tilvísanir
[breyta | breyta frumkóða]- ↑ BirdLife International (2016). „Lagopus lagopus“. Rauði listi IUCN yfir tegundir í hættu. 2016: e.T22679460A89520690. doi:10.2305/IUCN.UK.2016-3.RLTS.T22679460A89520690.en. Sótt 12. nóvember 2021.
- ↑ BirdLife International and NatureServe (2014) Bird Species Distribution Maps of the World. 2012. Lagopus lagopus. In: IUCN 2015. The IUCN Red List of Threatened Species. Version 2015.2. http://www.iucnredlist.org. Downloaded on 8 July 2015.
- ↑ „Willow Grouse (Lagopus lagopus)“. Internet Bird Collection. Sótt 17. júlí 2013.