Lýsing
Lava Hostel er staðsett í skátaheimili Hraunbúa í Hafnarfirði í hjarta höfuðborgarsvæðisins. Lava Hostel býður upp á gistingu á góðu verði í fallegu umhverfi Víðistaðatúns þar sem tveir heimar mætast, álfheimar og borgarlífið. Herbergin eru frá tveggja manna og upp í átta manna auk svefnpokaplássa í sal fyrir stærri hópa. Gestir hafa aðgang að þráðlausu Interneti, þvottaaðstöðu, vel útbúnu eldhúsi og borðstofu. Í húsinu er huggulegur veislusalur sem leigður er út fyrir viðburði. Öll nauðsynleg þjónusta er á næsta leiti og náttúran handan við hornið.
Ef þú ert að leita af fjölskylduvænu og vinalegu tjaldsvæði nálægt Reykjavík, þá er tjaldsvæðið á Víðistaðatúni staðurinn fyrir þig. Tjaldsvæðið er í göngufjarlægð frá miðbæ Hafnarfjarðar og er staðsett nálægt verslunum, kaffihúsum, veitingahúsum og sundlaug. Á tjaldsvæðinu hefur þú aðgang að klósetti, sturtu, heitu og köldu vatni, þvottavél og þurrkara. Gestum á tjaldsvæðinu er einnig velkomið að nota eldhúsaðstöðu og internet á Lava hosteli.
Lava hostel og Tjaldsvæðið á Víðistaðatúni er rekið af Skátafélaginu Hraunbúum í Hafnarfirði.
Setja inn umsögn