Fara í innihald

Varberg

Úr Wikipediu, frjálsa alfræðiritinu
Varberg

Varberg er hafnarborg á vesturströnd Svíþjóðar í samnefndu sveitarfélagi sem er í Hallandsfylki. Íbúar eru um 25 þúsund. Borgin er vinsæll ferðamannastaður og sérstaklega á sumrum þegar fólk sækir í baðstrendur. Varberg er líka einn af helstu heilsulindabæjum í Evrópu. Allan ársins hring er mikið af ungu fólki sem kemur til Varbergs til að stunda vindbrettasiglingar.

Borgin hefur verið í byggð frá því á 11. öld og hefur um langt skeið verið miðstöð viðskipta. Þar var byggður kastali árið 1280, og um nokkurt skeið á 20. öld voru Monark- og Crescent-reiðhjól framleidd í borginni.

Þar búa um 35.000 manns (2017) og 64.000 í sveitarfélaginu.

Neðanmálsgreinar

[breyta | breyta frumkóða]
  Þessi landafræðigrein sem tengist Svíþjóð er stubbur. Þú getur hjálpað til með því að bæta við greinina.