Aðalskrifstofa Sameinuðu þjóðanna
Aðalskrifstofa Sameinuðu þjóðana | |
---|---|
Höfuðstöðvar Sameinuðu þjóðanna í New York | |
Stofnun | 1945 |
Forstöðumaður | António Guterres (2017-núverandi) |
Móðurfélag | Sameinuðu þjóðirnar |
Vefsíða | un.org |
Aðalskrifstofa Sameinuðu Þjóðanna (e. United Nations Secretariat; fr. Secrétariat des Nations unies) er eitt af sex undirstöðuráðum þeirra, hinar eru Allsherjarþing Sameinuðu þjóðanna, Öryggisráð Sameinuðu þjóðanna, Efnahags- og félagsmálaráð Sameinuðu þjóðanna, aflagða Gæsluverndarráð Sameinuðu þjóðanna og Alþjóðadómstóllinn.[1][2] Aðalskrifstofa Sameinuðu þjóðana er framkvæmdaraðili samtakana. Skrifstofan hefur mikilvægt hlutverk í að setja stefnuna fyrir áhersluatriði og ákvarðanatöku í deildum SÞ (allsherjarþingið, efnahags og félagsmálaráðið og öryggisráðið) og innleiðir ákvarðanir þessara deilda. Aðalritari Sameinuðu þjóðanna, sem er skipaður af allsherjarþinginu, er forstjóri skrifstofnunnar.[2]
Verksvið skrifstofunnar er útbreitt. Dag Hammarskjöld, annar aðalritari Sameinuðu þjóðana, lýsti valdi þess svona: „Sameinuðu þjóðirnar eru það sem aðildarþjóðirnar gera það að, en innan þess ramma sem eru settar við ákvarðanir stjórnvalda og samvinnu stjórnvalda, byggist að miklu á því hvað skrifstofan gerir það að ... [það] hefur skapandi getu. Það getur kynnt nýjar hugmyndir. Það getur, á pappírs eyðiblöðum, tekið frumkvæði. Það getur sett fram ályktanir um aðildarríki sem munu hafa áhrif á aðgerðir þeirra“.[3] Stjórnsýsludeild Sameinuðu þjóðana, sem hefur hlutverk hliðstætt utanríkisráðuneytinu, er hluti af skrifstofunni. Það sama á við Friðargæsludeild aðgerða. Skrifstofan er aðalheimild efnahagslegrar og pólítískrar greiningar fyrir allsherjarþingið og öryggisráðið; það stjórnar aðgerðum sem eru hafnar af ráðum SÞ, stjórnar pólítískum aðgerðum, undirbýr mat sem notað er til grundvallar friðargæslu, skipar yfirmenn friðargæslu, gerir kannanir og rannsóknir, ræðir við aðila utan samtakana eins og fjölmiðla og samtök ótengd ríkjum og ber að útgefa alla sáttmála og alþjóðlega samninga.[2][4][5]
Heimildir
[breyta | breyta frumkóða]- ↑ „Main Organs“. United Nations. 18. nóvember 2014. Afrit af upprunalegu geymt þann 12 apríl 2015. Sótt 9. apríl 2015.
- ↑ 2,0 2,1 2,2 „UN Secretariat“. United Nations. 18. nóvember 2014. Afrit af upprunalegu geymt þann 12 apríl 2015. Sótt 9. apríl 2015.
- ↑ Dag Hammarskjöld (1968). Hammarskjöld: The Political Man. Funk & Wagnalls.
- ↑ Novosad, Paul; Werker, Eric (9. janúar 2014). „Who Runs the International System? Power and the Staffing of the United Nations Secretariat“ (PDF). Paul Novosad. Sótt 9. apríl 2015. „The article by Harvard Business School, researchers, Views the staffing of the Secretariat as a globalized power struggle.“
- ↑ United Nations. (2011). Official web site http://www.un.org/en/mainbodies/secretariat/ Geymt 27 mars 2013 í Wayback Machine
Fyrirmynd greinarinnar var „United Nations Secretariat“ á ensku útgáfu Wikipedia. Sótt 2. janúar 2021.