Fara í innihald

Karl Benz

Úr Wikipediu, frjálsa alfræðiritinu
Útgáfa frá 26. apríl 2009 kl. 12:13 eftir Edgar Meyer (spjall | framlög) Útgáfa frá 26. apríl 2009 kl. 12:13 eftir Edgar Meyer (spjall | framlög)
Mynd:CarlBenz.jpg
Karl Benz

Karl Friedrich Benz (25. nóvember 18444. apríl 1929) var þýskur verkfræðingur og bifreiðahönnuður. Hann er almennt álitinn einn af uppfinningamönnum bensínknúinna ökutækja ásamt samtímamanni sínum Gottlieb Daimler. Hann stofnaði fyrirtækið Benz & Co. árið 1883 í Mannheim sem framleiddi iðnaðarvélar. Fyrirtækið sameinaðist fyrirtæki Gottlieb Daimler árið 1926 og kallaðist eftir það Daimler-Benz og framleiddi Mercedes-Benz bílategundina. Daimler-Benz keypti svo hinn bandaríska bílaframleiðanda Chrysler Corporation árið 1998 og var nafni fyrirtækisins breytt í DaimlerChrysler. Það var von eigenda fyrirtækisins að með sameiningunni yrði til sterkt og öflugt fyrirtæki en þar sem þær áætlanir stóðust ekki þá seldi DaimlerChrysler Chrysler merkið til Cerberus Capital Management. Þann 5. október 2007 var nafninu svo breytt úr DaimlerChrysler í Daimler AG.


Tenglar