Karl Benz
Útlit
Karl Friedrich Benz (25. nóvember 1844 – 4. apríl 1929) var þýskur verkfræðingur og bifreiðahönnuður. Hann er almennt álitinn einn af uppfinningamönnum bensínknúinna ökutækja ásamt samtímamanni sínum Gottlieb Daimler. Hann stofnaði fyrirtækið Benz & Co. árið 1883 í Mannheim sem framleiddi iðnaðarvélar. Fyrirtækið sameinaðist fyrirtæki Gottlieb Daimler árið 1926 og kallaðist eftir það Daimler-Benz og framleiddi Mercedes-Benz bílategundina. Daimler-Benz keypti svo hinn bandaríska bílaframleiðanda Chrysler Corporation árið 1998 og heitir fyrirtækið nú DaimlerChrysler.
Tenglar
Wikimedia Commons er með margmiðlunarefni sem tengist Karl Benz.